Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Starfsemin


Markmið Hreyfingarinnar er að koma málefnum þeirrar stefnuskráar Borgarahreyfingarinnar sem þingmenn hennar voru kosnir út á í framkvæmd og hún skal leggja sig niður og hætta störfum þegar markmiðunum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verði ekki náð.

Aukamarkmið Hreyfingarinnar er að hjálpa grasrótarhreyfingum á Íslandi að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Hugmynd Hreyfingarinnar er að hinir ýmsu grasrótarhópar geti komið málefnum á framfæri við Hreyfinguna sem virki sem gátt inn á þing. Þetta er framkvæmanlegt á margvíslegan hátt. Til að mynda með því að tala máli grasrótarhópa innan þings, með framlagningu frumvarpa frá grasrótinni og með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra. Í sumum tilfellum er ákjósanlegt að kalla einstaklinga úr grasrótinni fyrir þingnefndir og óska eftir umsögnum grasrótarhópa um lagafrumvörp.

Opnir grasrótarfundir eru haldnir einu sinni í mánuði.  Ef þú vilt setja mál á dagskrá hafðu þá samband: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Reglulega eru haldnir málefnafundir um þau mál sem hæst bera í þjóðfélaginu hverju sinni.

Lýðræði er samræða um val - flokksræði er samráð um völd

 
Senda á Facebook

Hvað getum við gert?