Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Icesave

Við eigum 8. greinina í fyrri Icesave lögunum sem kveðjur á um að nota alla tiltæka möguleika til að endurheimta fé frá eigendum og stjórnendum Landsbankans.

Lögðum fram formlega beiðni um að þingmenn fái að sjá eignasafn Landsbankans sem liggur að veði fyrir Icesave. Þetta höfum við gert ítrekað. Enginn nema skilanefndin hefur séð eignasafnið, ekki einu sinni fjármálaráðherra.

Formleg beiðni lögð fram um að skipuð verði þverpólitísk þingmannanefnd sem færi utan og fundaði með kollegum sínum til að kynna málstað og stöðu Íslendinga varðandi Icesave sem og heildarstöðu Íslands.  Beiðnin hefur verið margítrekuð en málið virðist hafa verið svæft í nefnd.  Hreyfingin vinnur þó enn að því.

Formleg beiðni lögð fram um að allri leynd verði létt af þeim gögnum Icesave nálsins sem eru þingmönnum til aflestrar í svokallaðri leynimöppu.  Beiðninni var formlega hafnað af fjármálaráðherra. Þingmenn Hreyfingarinnar hafa bæði úr ræðustól Alþingis og í persónulegum samtölum við aðra þingmenn brýnt fyrir þeim mikilvægi þess að þeir kynni sér rækileg tiltekin gögn málsins.

Fyrir tilstuðlan okkar var Franek Roswadowski, landstjóri AGS á Íslandi, fenginn á fund utanríkismálanefndar til að fá á hreint hvort að AGS hafi séð eignasafn Landsbankans og hann spurður út í bréfasamskipti hans og Indriða H. Þorlákssonar sem er að finna í leynimöppunni og var lekið á Wikileaks. Landstjórinn mátti reyndar ekki vita af því að verið væri að vitna í bréf hans en það var ljóst að hann var ekki allskostar heiðarlegur í sínum tilsvörum.

Hlutlaus miðlun upplýsinga í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave samþykkt fyrir okkar tilstilli.

 
Senda á Facebook

Hvað getum við gert?