Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Grasrótin

Aukamarkmið Hreyfingarinnar er að hjálpa grasrótarhreyfingum á Íslandi að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.  Hugmynd Hreyfingarinnar er að hinir ýmsu grasrótarhópar geti komið málefnum á framfæri við Hreyfinguna sem virki sem gátt inn á þing. Þetta er framkvæmanlegt á margvíslegan hátt. Til að mynda með því að tala máli grasrótarhópa innan þings, með framlagningu frumvarpa frá grasrótinni og með því að leggja fram fyrirspurnir til ráðherra. Í sumum tilfellum er ákjósanlegt að kalla einstaklinga úr grasrótinni fyrir þingnefndir og óska eftir umsögnum grasrótarhópa um lagafrumvörp.
 
Í samræmi við markmið Hreyfingarinnar aðstoðar starfsmaður Hreyfingarinnar þá grasrótarhópa sem kjósa að nýta sér þjónustu hans. 
 
Hreyfingin er aðili að rekstri Grasrótarmiðstöðvarinnar í Brautarholti 4, 105, Rvk.

Nánari upplýisingar veitir starfsmaður.
Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Sími: 563 0484

Til að fá reglulegar upplýsingar um starf Hreyfingarinnar er hægt að skrá sig á póstlista.

 
Senda á Facebook

Hvað getum við gert?