Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Yfirlýsing vegna niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave-málinu
Mánudagur, 28. janúar 2013 13:59

Þinghópur Hreyfingarinnar fagnar niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave-málinu. Sigurinn er margra, ekki síst allra þeirra sem lögðu nótt við dag að hindra að samningarnir næðu í gegn og knúðu fram þjóðaratkvæðagreiðslur í málinu. Hinar fyrstu á lýðveldistímanum.

Niðurstaða málsins er sigur lýðræðisins og sýnir glöggt að almenningi er fyllilega treystandi til að taka ákvarðanir í stórum og flóknum málum. Með samstöðu borgaranna var því afstýrt að byrðar sem hefðu verið þjóðinni ofviða væru lagðar á hana.

Þinghópur Hreyfingarinnar vill þakka þeim fjölmörgu einstaklingum og hópum sem tryggðu bestu mögulegu útkomu í málinu.

Barátta borgaranna gegn fjármálavaldinu í Icesave-málinu hefur vakið heimsathygli.  Í niðurstöðu málsins felst sú staðfesting að rangt sé að ríkisvæða skuldir einkafyrirtækja.

 

Birgitta Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir
Valgeir Skagfjörð

 
Senda á Facebook

DSCF5834.jpg
DSCF4174.jpg