Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Landsfundur Hreyfingarinnar er um helgina
Mánudagur, 08. október 2012 15:15

Landsfundur Hreyfingarinnar 2012 verður haldinn laugardaginn 13. október kl. 13.00, í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarolti 4, 105 Reykjavík.

Landsfundur hefur æðsta vald í öllum málum Hreyfingarinnar. Allir sem hafa kosningarétt samkvæmt gildandi lögum um kosningar til Alþingis hafa seturétt, málfrelsi, tillögurétt og kosningarétt á landsfundi Hreyfingarinnar.

Dagskrá:

Setning fundar, val á fundarstjóra og ritara

1. Reikningar vegna ársins 2011 lagðir fram til samþykktar

2. Kosningar í samræmi við samþykktir

3. Stjórnarkjör
Allir sem hafa kosningarétt samkvæmt gildandi lögum um kosningar til Alþingis geta gefið kost á sér til setu í stjórn.  Frambjóðendur geta auglýst framboð sín á heimasíðu Hreyfingarinnar með því að senda upplýsingar á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 
Senda á Facebook

DSCF4365.jpg
DSCF4624.jpg