Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Víðtækar breytingar á fjármálum stjórnmálasamtaka
Föstudagur, 21. september 2012 09:58

Við mælum enn og aftur fyrir frumvarpi til laga um víðtækar breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka. Breytingarnar eru í samræmi við markmið gildandi laga um fjármál stjórnmálasamtaka til að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum, tryggja gagnsæi í fjármálum, auka traust á stjórnmálum og efla lýðræði.

Í frumvarpinu eru ýmiss nýmæli sem jafna stöðu framboða til þátttöku í lýðræðissamfélagi bæði fyrir og eftir kosningar. Helstu breytingar frumvarpsins eru eftirfarandi: bann við framlög frá lögaðila til stjórnmálasamtaka og takmarka fjárframlög einstaklinga við 200 þúsund á ári, framlög hærri en 20 þúsund þurfa að verða opinber innan þriggja daga frá greiðslu. Með því móti verði bókhald stjórnmálasamtaka opið fyrir kosningar.

Þá leggjum við til að að stærri stjórnmálasamtök sem eiga sæti á Alþingi fái ekki hærri fjárframlög en þau smærri. Ríkisstyrkurinn miðist við rekstur á hóflegri skrifstofu og fundaraðstöðu í hverju kjördæmi, auk framlaga til launa framkvæmdastjóra og starfsmanns í hálfu starfi í hverju kjördæmi fyrir sig. Félagsgjöld er réttari vettvangur til aðstöðumunar varðandi fjármuni en að gengið sé að styrkjum úr ríkssjóðum til reksturs.Í 8 bindi skýrslu RNA  Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008 kemur eftirfarnandi fram: „Eitt augljósasta tæki viðskiptalífsins til að hafa áhrif á stjórnmálamenn eru bein fjárframlög, bæði til stjórnmálaflokka og einstakra stjórnmálamanna. Leita þarf leiða til þess að draga skýrari mörk á milli fjármálalífs og stjórnmála. Ekki er líðandi að gæslumenn almannahagsmuna gangi erinda einkafyrirtækja með þeim hætti sem gert var í aðdraganda bankahrunsins.“

Vegna ábendinga Evrópuríkja gegn spillingu (Greco) var stofnuð nefnd árið 2009 sem var falið það verkefni að endurskoðaða lög um fjármál stjórnmálasamtaka sem sett voru 2006. Það er nefnilega óskiljanlegt hvers vegna sú löggjöf sem samþykkt  hefur ekki leitt af sér umbætur heldur hafa lögin leitt af sér stórauknar fjárveitingar til flokkanna úr ríkissjóði.

Nefnin skilaði af sér drögum að lögum sem var lagt fram af formönnum allra flokka á þingi utan Hreyfingarinnar sem gagnrýndi að frumvarpið gerði hvorki ráð fyrir rofi á óeðlilegum tengslum á milli viðskipta og stjórnmála né jafnræðis við úthlutun opinberra fjármuna. Í nýju lögunum geta stjórnmálasamtök og stjórnmálamenn  áfram tekið við stórum fjárhæðum frá fyrirtækjum. Flokkum og flokksmönnum er enn heimilt að taka við fé frá einstaklingum án þess að upplýst sé í öllum tilfellum um viðkomandi styrkveitendur. Þessar ráðstafanir eru í andstöðu við markmið laganna sjálfra, að „...draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum.“ Einnig er lögunum ætlað „...að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið.“

Í september 2010 kannaði Capacent Gallup afstöðu almennings til styrkja frá fyrirtækjum og einstaklingum til stjórnmálamanna og stjórnmálasamtaka. Afgerandi meirihluti, eða 68% landsmanna eru andvíg því að íslenskum stjórnmálamönnum og stjórnmálasamtökum sé heimilt að taka við fjárframlögum frá fyrirtækjum. 79% þjóðarinnar eru andvíg því að stjórnmálamönnum og stjórnmálasamtökum sé heimilit að taka við fjárframlögum frá einstaklingum án þess að nafn þess einstaklings sem veitir styrkinn sé gefið upp.

Það er í anda meirihluta vilja þjóðarinnar sem viðu unnum þetta frumvarp og eindregin ósk okkar er að fjölmiðlar og landsmenn láti sig þetta mál varða.

Frumvarpið á vef Alþingis.

Virðingarfyllst,
Birgitta Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir
Þór Saari

 
Senda á Facebook

IMG_8448.jpg
DSCF4155.jpg