Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Yfirlýsing vegna niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave-málinu

Þinghópur Hreyfingarinnar fagnar niðurstöðu EFTA dómstólsins í Icesave-málinu. Sigurinn er margra, ekki síst allra þeirra sem lögðu nótt við dag að hindra að samningarnir næðu í gegn og knúðu fram þjóðaratkvæðagreiðslur í málinu. Hinar fyrstu á lýðveldistímanum.

Niðurstaða málsins er sigur lýðræðisins og sýnir glöggt að almenningi er fyllilega treystandi til að taka ákvarðanir í stórum og flóknum málum. Með samstöðu borgaranna var því afstýrt að byrðar sem hefðu verið þjóðinni ofviða væru lagðar á hana.

Þinghópur Hreyfingarinnar vill þakka þeim fjölmörgu einstaklingum og hópum sem tryggðu bestu mögulegu útkomu í málinu.

Barátta borgaranna gegn fjármálavaldinu í Icesave-málinu hefur vakið heimsathygli.  Í niðurstöðu málsins felst sú staðfesting að rangt sé að ríkisvæða skuldir einkafyrirtækja.

 

Birgitta Jónsdóttir
Margrét Tryggvadóttir
Valgeir Skagfjörð

 
Vilja leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja og að staðið verði við gefin loforð

Margrét Tryggvadóttir, Þór Saari, Birgitta Jónsdóttir og Lilja Mósesdóttir hafa lagt fram lagafrumvarp sem miðar að því að snúa við þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um almannatryggingar í júní 2009. Þá voru gerðar, með mjög skömmum fyrirvara, margvíslegar breytingar á elli- og örorkubótum sem skerða bætur lífeyrisþega, en lögin tóku gildi 1. júlí sama ár. Því höfðu þau sem fyrir skerðingunum urðu afar lítinn tíma til að aðlaga sig breytingunum.

Þáverandi félagsmálaráðherra sagði af þessu tilefni að um tímabundna ráðstöfun væri að ræða og væri ráðstöfuninni ætlað að gilda í þrjú ár. Sá tími er liðinn. Í greinargerð með frumvarpinu eru einnig vísbendingar um ætlun stjórnvalda. Þar segir: „Á árinu 2008 náðust fram miklar réttarbætur til handa öldruðum og öryrkjum í formi afnáms makatenginga, hækkunar bóta, hækkaðs frítekjumarks vegna atvinnutekna, sérstaks frítekjumarks á lífeyrissjóðstekjur öryrkja, sérstaks frítekjumarks á fjármagnstekjur og lækkunar skerðingarhlutfalls ellilífeyrisþega. Óhjákvæmilegt er að stíga skref til baka við núverandi aðstæður. Lögð er áhersla á að litið sé svo á að um tímabundnar ráðstafanir sé að ræða sem taki mið af því efnahagsástandi sem nú ríki í þjóðfélaginu. Jafnframt er mikilvægt að áfram verði unnið að endurskoðun almannatryggingakerfisins í því skyni að gera það einfaldara og gagnsærra en þó fyrst og fremst með bættan hag aldraðra og öryrkja í huga.“

Nú rúmum þremur árum síðar hefur ráðstöfunin ekki gengið til baka og ljóst er að ef færa á þetta til baka á þessu kjörtímabili verður að ráðast í það strax. Um mikið réttlætismál fyrir bæði aldraða og öryrkja er að ræða og telja flutningsmenn frumvarpsins brýnt að málið fái framgöngu á þessu þingi.

 

 

 
Senda á Facebook

22049_267554339618_603389618_4522289_5171850_n.jpg
4239_105534994618_603389618_2612071_6155168_n.jpg