Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Stofnfundur nýrra stjórnmálasamtaka

Fulltrúar Hreyfingarinnar hafa að undanförnu sótt fundi þar sem rætt hefur verið um myndun nýs samstarfsvettvangs um framboð til næstu Alþingiskosninga til að hrinda brýnum hagsmunamálum almennings í framkvæmd.

Viðræðurnar hafa leitt til þess að klukkan 12 þann 12. febrúar 2012 er fyrirhugað að hefja stofnferli nýrra stjórnmálasamtaka.  Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík.

Fyrir fundinum liggja drög að lögum hins nýja félags og drög að kjarnastefnu. Fundargögnin eru aðgengileg á netinu:

Drög að lögum
https://docs.google.com/document/d/1JPSBP-pB-KBpwP3zxI0K1ZDmpNtFpVo_baRwpLwbI-8/edit?ndplr=1

Drög að kjarnastefnu
https://docs.google.com/document/d/1mADcrTqMByI5dstKCStdZLieQLnO672JgtjnOAZ7gFQ/edit?hl=en_US

Meginverkefni fundarins verður að móta lokadrög að ofangreindum skjölum sem lögð verði fyrir framhaldsstofnfund sem áformað er að halda á jafndægrum að vori, í kringum 20. mars.  Einnig að velja bráðabirgðaframkvæmdaráð sem taki við keflinu fram að síðari stofnfundi.  Opnað verður fyrir stofnfélagatal og kallað eftir tillögum að nöfnum á hið nýja félag.

Allir áhugasamir um framgang þessa máls eru hvattir til að mæta á fundinn þann 12. febrúar næstkomandi. 

Hægt er að senda ábendingar og breytingartillögur á: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Fésbókarsíða nýrra stórnmálasamtaka
https://www.facebook.com/pages/N%C3%BD-stj%C3%B3rnm%C3%A1lasamt%C3%B6k/342658765765560?ref=ts

 
Senda á Facebook

DSCF4396.jpg
8828_175524434618_603389618_3756354_5183034_n.jpg