Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Opinn fundur um frumvarp stjórnlagaráðs

Borgarahreyfingin og Hreyfingin í samvinnu við Stjórnarskrárfélagið og Lýðræðisfélagið Öldu boða til opins fundar um frumvarp stjórnlagaráðs

Dagskrá:

1. Friðrik Þór Guðmundsson, samvinna Borgarahreyfingarinnar og Stjórnarskrárfélagsins

2. Illugi Jökulsson og Þorvaldur Gylfason, frumvarp stjórnlagaráðs og störf A nefndar, málið almennt, forsagan og framhaldið

3. Fyrirspurnir og umræður, í panel verða framsögumenn auk Margrétar Tryggvadóttur, fulltrúa Hreyfingarinnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis

Jólabókin í ár, frumvarp Stjórnlagaráðs í vasabrotsútgáfu Daða Ingólfssonar, verður til sölu á staðnum

Fundarstjórn verður í höndum Björns Þorsteinssonar

Fundurinn fer fram miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 20.00 - 22.00 í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík.

 
Opinn fundur um neyðarlög, neyðarstjórn eða nýjar kosningar

Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar, við þurfum plan B. 

Opinn fundur miðvikudaginn 27. október 2010 kl. 20 í Kornhlöðunni (Lækjarbrekku) í Bankastræti 2, 101 RVK, um neyðarlög til varnar almannahag, neyðarstjórn eða nýjar kosningar. 

Frummælendur verða þingmenn Hreyfingarinnar.  Að loknum framsöguerindum verður opið fyrir umræður og fyrispurnir. 

Fundarstjóri verður Baldvin Jónsson. 

Stöndum saman um framtíð Íslands og mætum öll!

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 Næsta > Síðasta >>

Bls 3 af 5
Senda á Facebook

8828_175525044618_603389618_3756364_4311753_n.jpg
DSCF4372.jpg