Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Stofnfundur nýrra stjórnmálasamtaka

Fulltrúar Hreyfingarinnar hafa að undanförnu sótt fundi þar sem rætt hefur verið um myndun nýs samstarfsvettvangs um framboð til næstu Alþingiskosninga til að hrinda brýnum hagsmunamálum almennings í framkvæmd.

Viðræðurnar hafa leitt til þess að klukkan 12 þann 12. febrúar 2012 er fyrirhugað að hefja stofnferli nýrra stjórnmálasamtaka.  Fundurinn, sem er öllum opinn, fer fram í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík.

Fyrir fundinum liggja drög að lögum hins nýja félags og drög að kjarnastefnu. Fundargögnin eru aðgengileg á netinu:

[MEIRA]
 
Opinn fundur Hreyfingarinnar um íslenska lífeyrissjóðakerfið

Lífeyrissjóðirnir töpuðu 479 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Meira en helmingur þess sem lífeyrissjóðirnir töpuðu var vegna viðskipta við tvær fyrirtækjablokkir.

Kerfið er ósjálfbært til frambúðar og sjóðsfélagalýðræði af skornum skammti. Einnig er ljóst að rannsaka þarf hrun sjóðanna miklu betur. Mun Alþingi setja þá vinnu í gang eða ætlar þingið að láta sjálfsskoðun Landsamtaka lífeyrissjóða nægja?

Allt um kring svífur þversögn verkalýðshreyfingarinnar yfir vötnum og fáir viðurkenna mistök. Hvað er til ráða?

Til að fara yfir stöðuna og ræða hvað ber að gera boðar Hreyfingin til opins fundar um íslenska lífeyrissjóðakerfið.

Með framsögu og / eða í pallborði verða:
Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
Eygló Harðardóttir, þingmaður
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður
Ragnar Ingólfsson, stjórnarmaður í VR
Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 16. febrúar 2012, kl. 20 - 22, í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 Reykjavík.

Allir velkomnir!

 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 Næsta > Síðasta >>

Bls 2 af 5
Senda á Facebook

DSCF4394.jpg
n603389618_1937504_9112.jpg