Úr stefnuskrá Hreyfingarinnar:

Forsíða            Fréttir            Stefnan            Hreyfingin            Á döfinni
Opinn fundur Hreyfingarinnar um sjávarútvegsmál

Hreyfingin boðar til opins fundar um sjávarútvegsmál á Ránni í Reykjanesbæ, laugardaginn 3. mars kl. 14.00 – 16.00.

Dagskrá:

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar:
Þriðja leiðin – frumvarp Hreyfingarinnar um stjórn fiskveiða og áhrif þess á sveitarfélög á Suðurnesjum

Jón Gunnar Björgvinsson, formaður Samtaka íslenskra fiskimanna:
Sjónarhorn Samtaka íslenskra fiskimanna

Pallborðsumræður og fyrirspurnir úr sal:
Í pallborði verða, auk framsögumanna, Einar Magnússon bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, fulltrúi frá Landssamtökum íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og fulltrúi frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ).

Fundarstjóri verður Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.

Suðurnesjamenn eru hvattir til að fjölmenna. Málið er brýnt og varðar okkur öll.

 
Hreyfingin, Attac og Gagnauga bjóða í bíó - Capitalism is the Crisis

Capitalism is the Crisis fjallar um kreppur af völdum kapítalismans og mótmælahreyfingar sem verða til í kjölfar þeirra. Í myndinni eru lagðar til byltingarkenndar leiðir fyrir framtíðina.

Myndin verður sýnd í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, 105 RVK, föstudaginn 24. febrúar 2012, kl. 20.00 - 22.00.

Að sýningu lokinni verða umræður um myndina. Verið öll velkomin!

[MEIRA]
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 Næsta > Síðasta >>

Bls 1 af 5
Senda á Facebook

n603389618_2612073_8022444.jpg
IMG_8432.jpg